Árshátíð HÁS
Sælar skötur (elskur á dönsku). Hvernig var með árshátíðina 18.mars? Var einhver "skemmtinefnd"? Maj og Dill, voruð þið ekki komnar með rosa plön? Það væri nú gaman ef þið gætuð púslað saman dagskrá og sett hana hér á þessa fínu bloggsíðu okkar. Hlakka til að heyra frá ykkur skonsur.
12 Comments:
jább mikið rétt, ég bauð mig fram í skemmtinefndina og er þessa stundina að halda brainstorming hér ein með sjálfri mér. Bókin "30 minutes...to brainstorm good ideas" liggur hérna mér við hlið og við sjáum hvert þetta leiðir mig:)
Eigum við ekki að stefna á að hittast um miðjan daginn og gera e-ð saman og svo er það kvöldið....
Jú það er brilliant plan. Ég styð það....
Ég get verið komin til Rvk kl. 15:30-16:00. Þá væri ég til í að hittast í sundi/súfistanum og spjalla saman. Svo væri ég til í að hafa þema fyrir kvöldið t.d. fiðrildi, blóm, litur eða ikkvað solleiðis. Það er alltaf svo gaman. Ég væri til í að fara á Maruu heitir hann það ekki eða 101? æ mann langar svo margt :-)
heyrðu ég er e-ð að tapa mér hérna í hugmyndum. Má ég gera svona plan bara ein og sjá alveg um þetta:)?? Mig langar svo að gera skemmtilegan dag með ykkur. Hann að vísu byggir á þessu sem Maj Britt var að segja, en hvernig líst ykkur á það. Leggja þetta í mínar hendur og láta bara koma sér á óvart smá??:)
knús frá árósum
Mér líst ógeðslega vel á þetta. Treysti þér alveg fullkomlega. Þ.e.a.s. ef hófs verður gætt í fjárhagslegum þáttum ;-) En ég geri ekki ráð fyrir því að það verði eitthvað vandamál þar sem við erum allar fátækir námsmenn!!
hæ stelpur!!
Ég vil endilega fá að vera með í þessari bloggsíðu. Ég er kannski samt orðin of dönsk. Glötuð dönsk Laura Ingalls :)
Ég hlakka voða til að hitta ykkur, og gellast með ykkur. Komin tími til að við hittumst allar.
Love frá Óðinsvéum
Sara mín, þú ert þegar orðin þátttakandi, þú þarft bara að fara í junk mailið þitt í sarabjons og opna blogger invitation póstinn sem þar er. Þá geturðu signað þig inn. Þegar ég sé að þú ert búin að signa þig inn get ég breytt aðganginum í admin og þá ertu orðin fullgildur meðlimur ;-) Hlökkum til að heyra hvað þú hefur að segja.
Mér líst líka rosa vel á að diljá sýni okkur nú árangurinn af þessu spennandi námi sem hún er í. Go Diljá!
Ég væri rosa til í blómaþema, þið voruð allar svo sætar þegar afmælið hennar helgu var og allar mættu með blóm í hárinu á KB í kokteil. Langaði svoo að vera með þá!
Já einmitt, svo kæmi fiðrildi líka til greina hjá mér því ég var að kaupa mér svo fínan fiðrildahárkamb ;-)
Ég treysti Dill fullkomnlega í þetta og hlakka svakalega til :-)
okí þá geri ég eitthvað einfalt ódýrt og sniðugt og læt það byrja kl.16, er það ekki bara cool?
nánari upplýsingar verða veittar síðar...
kúl, en hvert fóru linkarnir???
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home