Sunday, March 06, 2005

HAS-ARSHATIÐ

Jæja elskurnar mínar, þá er ég búin að sitja sveitt í dag við undirbúning árshátíðarinnar (þegar ég átti að verða að læra að vísu hahahah)

Þema dagsins er bókstafurinn G! Og þá leggjum við mesta áherslu á hluti eins og td: GULL, GLOSS, GLIMMER, GLAMÚR OG G-STRENG. Svo megið þið auðvitað láta hugann reika en við leggjum áherslu á G! (græn graftarbóla er þess vegna málið ef þið kjósið að hafa það þannig ahhahah)

Þið eigið að mæta föstudaginn 18.mars kl.16.00 stundvíslega uppí Hallgrímskirkjuturni. Eina sem þið eigið að koma með með ykkur eru sundföt og meððþví.

Dagskráin skiptist uppí tvo hluta. Dagsprógram frá 16.00 til 18.30 og þá er tími til að fara heim og hafa sig til fyrir kvöldið. Svo byrjum við aftur kl.21.00. Þannig að það eru þarna 2 og hálfur tími sem við höfum. Ég mæli með því að vera búin að ákveða í hverju þið ætlið og hvernig þið komið ykkur til og frá Hallgrímskirkju, og aftur niður í bæ. Ég sé um að vera á bíl í dagsprógraminu, svona svo við séum saman þá:)

Vona að þetta sé nokkuð skýrt:) Svo geta alveg tímasetningar breyst, en við skulum miða við þetta.

5 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Vúúúú... nú er ég að verða ALLTOF spennt... svona er svo gaman... mér líst ekkert smá vel á þetta :o) Er sem sagt mæting upp í Gallgrímskirkjuturni he he...Gaj-Britt mætir með stuðið í götóttum galla með galagreiðslu he he :-)

10:51 PM  
Blogger Dilja said...

já ég Get eggi beðið!!!
þetta verður rosa gaman og bara sætur dagGur

10:56 PM  
Blogger benony said...

Gagagagaga

Algjör snilld.

ég er ad hugsa um ad vera gómsæt og girnileg thennan dag. Hvernig líst ykkur á thad???

8:48 AM  
Blogger Sigríður said...

Eru þá litir kvöldsins gulur, grænn og gylltur?
Varstu þá búin að kanna hvort G&G eru að spila? Við getum nú ekki farið að fara á einhvern stað þar sem Jón eða Sigurður eru að spila á G þema!!!
Verður þá Gífurleg Gredda í liðinu þennan dag?
Já ég segi nú bara Grrrrrrrrrr

10:23 AM  
Blogger Dilja said...

hahahhahahha
Já vá hvað ég kveikti ekki á Gullfoss og Geysi! Shit hvað það væri mikil snilld!!
getur e-r komist að því?

Biðjum til Guðs um að þeir verði e-sstaðar. Enda byrjar nafn hans á G;)

11:03 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home