Sunday, February 04, 2007

VELKOMIN HEIM DILJÁ!!!!

hæ dúllurnar mínar...

var svona að spá í næsta saumaklúbb víst að Dill pill er komin til okkar á klakann!! Ég var að spá í laugardagskvöldið næsta?? Hvernig væri að taka það frá? Ef að Tinna er að vinna þá gætum við haft hittinginn um daginn?? Ef að hittingurinn er um daginn þá legg ég til að við hittumst í lunch á Súfistanum/Vegamótum og röltum svo á Listasafn Íslands. Svo gætum við tekið video og kúrt okkur hjá Siggu??? Nú ef hittingurinn er um kvöld þá er ég til í að elda saman hjá Siggu (sorry sigga) eða fara út að borða?? Hvað segiði??? Geim????

15 Comments:

Anonymous Anonymous said...

hæ guys, oh jú mig langar sko að hitta ykkur en ég á því miður mikilvægt deit á laugardaginn. Hann snúður minn verður 13 ára á sunn og ætlar gaurinn að halda uppá það á laug. + er ég að vinna um helgina þannig þetta verður púsl. Hvernig er mánudagur hjá ykkur? Elda saman og tjatta? Verður þú kannski farin í sveitina þá Maj? Eða kannski fimmtudag? ég er laus þá.

7:18 PM  
Anonymous Anonymous said...

æ, ég verð farin á Bifröst á mánudaginn og er að fara í frænkuklúbb á fimmtudaginn. Við finnum út úr þessu! 13 ára.... ómægod!!! Ferming á næsta ári ;)

7:31 PM  
Blogger Dilja said...

hæ hæ, ég er að fara í innflutningspartý hjá Kollu vinkonu á laugardagskvöldið. En ég er laus á föstudaginn, og væri til í að gera e-ð þá ef Tinna er ekki að vinna allt kvöldið þeas?
Hlakka mikið til að hitta ykkur elskurnar

9:13 PM  
Blogger Sigríður said...

Ég er að fara í partý á föstudagskvöldið hjá skólasaumaklúbbnum. Við verðum greinilega bara að skiptast á að hittast :P Ég á fimmtudagskvöld og sunnudagskvöld laust....

8:29 PM  
Anonymous Anonymous said...

já kannski sunnudagskvö? reyndar fer eftir því hvernig ég verð, júnówatæmín kv. mæbba

12:03 AM  
Anonymous Anonymous said...

en ziggy mín, ef við skiptumst á að hittast þá erum við ekki að hittast... Ég gæti líklega verið laus á sunn.kvöld.

11:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

ps. eru mamma þín og pabbi ennþá úti Maj? Er ekki málið bara að við komum til þín og eldum handa þér og svona:)

11:15 AM  
Blogger Dilja said...

ég er laus á sunnudagskvöld:)
er það ekki bara stefnan, ef mallakútar eru við heilsu þeas.

Hafið þið séð Hótel Rwanda? Mig langar svo að sjá hana, við gætum kannski horft á hana? Eða spilað?
Langt síðan ég hef spilað Matador td. Væri alveg til í e-ð gamalt og gott spil, jafnvel bara mannspil:)

12:36 PM  
Anonymous Anonymous said...

æ mamma og pabbi eru komin heim og mamma er að fara í hjartaaðgerð í dag svo ég get ekki boðið ykkur hingað, ekki nema við verðum niðri hjá Katrínu en þá verður hún náttla að vera memm ;) það væri kannski bara best ef að hún er geim?

2:11 PM  
Blogger Dilja said...

já ég er til í hvað sem er! grunnurinn, hlíðin, fjörðurinn...
erum við ekki að tala um sunnudagskvöldið?

10:01 AM  
Anonymous Anonymous said...

hæ, ég er til í hitting annað kvöld en get það ekki fyrr en ca. 20.. verðum við ekki í bandi?

12:21 AM  
Anonymous Anonymous said...

ha maj er mamma þín að fara ´hjartaaðgerð??! Á að opna hana?!? Eða er það hjartaþræðing?

Sjáumst heima hjá mér annað kvöld þið ráðið hvenær. Ágætt kannski um átta leytið. Ég er alveg til í hotel Rwanda, hef ekki lagt í að horfa á hana fyrr. Fínt að gera þetta í hóp, við getum þá huggað hvor aðra eftir hana..

8:25 AM  
Blogger Dilja said...

hvaða annað kvöld er verið að tala um Tinna? Fös.
ég verð alla vega að sjá Silvíu Nótt kl.22

10:57 AM  
Blogger Maja pæja said...

já er ekki verið að tala um föskv. annað kvöld? mér er sama þótt ég missi af silvíu nótt og er meira til í myndirnar sem að diljá stakk upp á á mínu bloggi : steel magnol. eða green fried tom. ??? Ætluðum við ekki að sleppa því að borða saman og hafa bara grænmetissnakk og solleiðis :)

3:39 PM  
Blogger Maja pæja said...

ertu nokkuð með tengt tv tinna?? eða er hægt að horfa á skjá 1?? gætum horft á SN í hléinu á myndinni??

3:40 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home