Wednesday, September 05, 2007

Langt síðan síðast!

Halló elsku HÁS systaz!
Ég ákvað að heilsa aðeins uppá ykkur, finnst svo langt síðan ég hef séð ykkur, hvað þá allar saman. Fer nú að styttast í miklar og mikilvægar breytingar hjá þessum myndarlega hóp, annað hvort kemur ein lítil HÁS systir eða einn lítill HÁS bróðir. Við bíðum spenntar, og ég hef nákvæmlega enga tilfinningu fyrir því hvort þetta sé þessa stundina.
Fór til USA um daginn og ætlaði að kippa með nokkrum uni-sex samfellum með fyrir pullann eða pulluna, en viti menn! Í landi frægð,frama og frelsis er ekki gert ráð fyrir því að fólk fái ekki að vita kynið á meðgöngu. Ég fann barasta ekkert sem hentaði báðum kynjum. Greip tildæmis í einn galla sem var brúnn og hvítur röndóttur og var svo ánægð, en nei; þá stóð skýrum stöfum: BABY BOY á framhliðinni. Eftir mikla leit fann ég þó nokkrar í GAP.

Annars er allt fínt að frétta af mér, haustið leggst mjög vel í mig. Þó svo að e-r lægð sé í mér, harka hana þó af mér með jákvæðu hugarfari og ævintýraleit par exelans. Vona ég:) Eftir 4 ár finnst mér mjög skrýtið að fara ekki af landinu á þessum tíma. Ég er ekki ósátt, enda hef ég verið mikið heima og finnst fínt að vera hérna, en auðvitað er maður smá lens.
Ég ætla þó að reyna að ferðast e-ð það sem af líður ári. Í nóvember ætlum við mæðgur til Californiu (San Fran og LA) og mér skilst að við förum líka aðeins til Mexíkó. Svo langar mig að hitta Team 11 krakkana mína á Julefrokost í desember í DK, þá ætla ég líka að versla e-ar jólagjafir.
En þangað til er það vinna vinna og mikil vinna. Þessi blessaða tónlistarhátíð er frekar umfangsmikil og ég held í nokkra tauma sem viðkoma henni. Svo langar mig að láta sjá mig í Laugum og svitna þar nokkrum sinnum í viku. Kílóin fjúka, en þó koma þó alltaf fljótt aftur. Ég ætla að halda mínu striki og vera komin í kjólinn fyrir jólin... bíddu er ég ekki alltaf í kjól samt?:)

Jæja, þetta er nú meira blaðrið hérna hahah. Takið mig til fyrirmyndar og bloggið eins og vindurinn! Vei vei!

Knús á línuna!
Diljá

0 Comments:

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home