Endurvaknig HÁS síðunnar
Nú hefur enginn bloggað hér síðan 14.febrúar. Ýmislegt hefur drifið á daga meðlima HÁS hópsins. Kærastar hafa bæst við, sumir hafa útskrifast, sumir hafa farið á blackout. Ein dvaldist hinum megin á hnettinum í nokkra mánuði. Heja Sverige dagurinn var haldinn hátíðlegur með pomp og prakt (borið fram með sænskum hreim). Hópurinn er að safna pening til að fara til útlanda saman haustið 2007 og viljum við sérstaklega minna Maj-Britti Hjördísi á að borga í sjóðinn til að halda í við okkur hinar sem borgum alltaf samviskusamlega. Enn þá á eftir að taka ákvörðun um það hvert á að fara en það er einmitt skemmtilegt að segja frá því að það gerist einmitt á einum dagskrárliðunum sem hér fara á eftir í liðnum næst á dagskrá. Næst á dagskrá: Litlu jólin sem ákveðið hefur verið að halda þann 19.desember, þar munum við jólast saman, föndra, gefa litlar gjafir og þiggja og svo síðast en ekki síst velja áfangastað fyrir hina kyngimögnuðu haustferð HÁS klúbbsins. Sankti Pétursborg kemur sterkt til greina en aðrar hugmyndir eiga ennþá erindi upp á pallborðið. Muna ekki allir eftir laginu Allt í undankeppni Eurovision árið 2003? En til nánari upplýsinga þá var þessi keppni þann 15. febrúar sem er daginn eftir 14. febrúar sem er afmælisdagur Diljár. Jæja, eigum við ekki að fara að virkja þetta blogg aftur? Núna Stefán!!!!
Kær kveðja, stöllurnar Diljá Ámundadóttir og Sigríður Sigurðardóttir.
Kær kveðja, stöllurnar Diljá Ámundadóttir og Sigríður Sigurðardóttir.
5 Comments:
Shitt!!!
ÉG hef ekkert borgað í sjóðinn! ó mæ god!
er ég þá ekki orðin voða skuldug kona!??? ó mæ god
Djö líst mér vel á þetta plan! Byrja að blogga aftur stelpur og vera duglegar núna! Ég var alltaf sú sem bloggaði sidst sko..
Gæti verið að lokaorðið sé pínu skot á Hrafnhildi? Nahh held ekki,, kannast ekki við neinn Stefán.
Hver fór í black-out???!!! íhhahah... jamm ég átti nú síðustu færsluna ;) og já verð að fara að skynde mig í að borga í sjóðinn.... ég er sú eina sem að hef borgað og hef borgað einu sinni fyrir Tinnu!! sé fram á að það verði nú bara lagt út fyrir ferðinni í einni summu hjá flestum HÁS-systra. En það er svo sem ok meðan að við förum sko. En ég hlakka til að sjá hver bloggar næstu færslu.. við ættum kannski að hafa verðlaun fyrir þá sem að er duglegust á blogga á þessa síðu????
hahaha. Gæti verið hættulegur leikur. Þá verða bara endalausar ruglfærslur, allir að bæta við til að hafa sem flest eftir sig ;-) but then again, það gæti líka verkið soldið áhugavert....
Ég reið á vaðið og bloggaði færslu hér sem að átti að fara á mína síðu.. 1-0 fyrir mér!!!! JIBBÍ
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home