Linsur
Ég hef ákveðið hér með að nota aldrei linsur aftur. Ég ætlaði að vera rosa fín síðasta laug. og setti í mig linsur. Fannst svo alltaf eins og ég væri með sand í öðru auganu og ákvað að gefast upp og taka linsuna... ég reyndi lengi að ná henni úr og fékk meira að segja hjálp frá annari sem kann að nota linsur en linsan sat sem fastast og svo týndist hún. Á mán var ég enn að drepast í auganu og var þar að auki komin með sár á augað, fékk akút tíma hjá augnlækni sem fann hana einhverstaðar bakvið augnlokið! Þá hafði hún falið sig þar bakvið og Tinna sem reyndi að kroppa linsuna úr hafði verið að kroppa í hornhimnuna í staðinn og gert á hana gat,, heppin að hafa ekki eyðilagt á mér augað..
Þið vitið þá skvises að ef þið sjáið mig gleraugnalausa einhverstaðar og ég heilsa ykkur ekki þá er ég ekki að vera dónaleg heldur er ég bara að passa uppá lookið og tek niður gleraugun ef þau passa ekki við outfittið..
Við Sigga fórum í kröfugöngu í gær ásamt öðrum 50 þús konum! Örugglega mjög gaman fyrir þá fáu karlmenn sem voru með að sjá þverskurð af íslensku kvenfólki á öllum aldri á einum stað. Við ætluðum hvorugar að nenna að fara en þar sem mæður okkar beggja hótuðu að afneita okkur þá létum við tilleiðast og drifum okkur. Sem ég sé alls ekki eftir því þetta var svaka stemmning! Og auðvitað eigum við að sýna stuðning í svona málefni þar sem þetta snertir okkur sjálfar...
En ég á semsagt að vera heima núna að læra fjárhagsbókhald,, það var ekkert spennandi í ískápnum og ég búin að skoða öll blogg þannig ég verð víst að druslast til að halda áfram í bókhaldinu....
Þið vitið þá skvises að ef þið sjáið mig gleraugnalausa einhverstaðar og ég heilsa ykkur ekki þá er ég ekki að vera dónaleg heldur er ég bara að passa uppá lookið og tek niður gleraugun ef þau passa ekki við outfittið..
Við Sigga fórum í kröfugöngu í gær ásamt öðrum 50 þús konum! Örugglega mjög gaman fyrir þá fáu karlmenn sem voru með að sjá þverskurð af íslensku kvenfólki á öllum aldri á einum stað. Við ætluðum hvorugar að nenna að fara en þar sem mæður okkar beggja hótuðu að afneita okkur þá létum við tilleiðast og drifum okkur. Sem ég sé alls ekki eftir því þetta var svaka stemmning! Og auðvitað eigum við að sýna stuðning í svona málefni þar sem þetta snertir okkur sjálfar...
En ég á semsagt að vera heima núna að læra fjárhagsbókhald,, það var ekkert spennandi í ískápnum og ég búin að skoða öll blogg þannig ég verð víst að druslast til að halda áfram í bókhaldinu....
2 Comments:
Gott hja ykkur ad skella ykkur! Eg var med ykkur i anda :)
Áfram stelpur!!!
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home