Ég myndi:
- Kaupa mér hús á einhverri eyju í karabíska..
- Fara með hele familien í langa heimsreisu og lifa eins og kóngar allann tímann.
- Eyða minnsta kosti ári í suður Ameríku, klára að læra spænskuna og skoða og kynnast menningu og fólki þar.
Er þetta norm sem allir falla undir um leið og þeir fara í skóla og eiga að vera að læra en nenna því ekki? Þið vitið.. að finna sér eitthvað annað að gera en að læra, eins og að dreyma um framandi lönd og aðra menningu.. Eða er það bara ég..
Nei nú ætla ég að hætta,, druslast til að halda áfram að læra og klára það sem ég byrjaði á, námið það er að segja.
Ég á nebblega að vera að vera að lesa núna um framleiðslustjórnun og undirbúa verkefni um fyrirtæki sem heitir "Tæknidrasl".. spennandi huh.
Annars er ég orðin skuggalega heimakær og eyddi síðasta föstudagskvöldi í að flokka stæ möppuna mína, nei ég lýg því ekki.. úff. Um helgina er samt smá tilbreyting, þá verður nornaklúbbur en það er samkoma þar sem við þykjumst ætla að lesa í tarot og bolla og spá fyrir hvor annarri. Auðvitað kann engin okkar að lesa í tarot, hvað þá bolla þannig að við borðum bara góðan mat og drekkum óhóflega.
Skammast mín annars fyrir að vera ekki búin að kaupa armband á Airwaves, eitthvað sem maður á að fara á á hverju ári og er alltaf jafn skemmtilegt.. Bara næst.
Og aftur í framleiðslustjórnunina...
1 Comments:
Ég kannast vid svona föstudagskvöld eins og thitt med stærdfrædimöppunni thinni. Ég átti svona kvöld í gær ad gera verkefni fyrir framan tölvuna.
Love too you girls :)
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home