Tuesday, March 13, 2007

Náttfatapartý


Hæ elskurnar!

Ég vil bjóða ykkur í partý á Njálsgötunni. Eða náttfatapartý! Við verðum bara að finna kvöld og nótt þar sem fólk er laust og liðugt.
Ég legg til að við verðum í náttfötum og allir gista.
Borðum saman e-ð gott.
Horfum á kjéllingarmyndir/chick flicks.
Nöglum á okkur allar 10 neglurnar. Setjum á okkur andlitsmaska.
Og svo get ég fengið skemmtilegt spil lánað, svona "hversu vel þekkir þú vini þína...?"-spil.
Mjög vinsælt að fara á trúnó líka...

Hvernig líst ykkur á?

xxx
Diljá

15 Comments:

Blogger Sigríður said...

I looooooove it!! Ég get verið laus en aldrei liðug!! En eigum við ekki að lakka allar 20?? Legg til að allir komi með naglalakk og allir verða að lakka en enginn má nota sitt eigið. Og spila og trúnó, vá þetta verður sko KLÁRLEGA geðveikt. Pant fá að gista í rúminu hjá þér. Sorrý stelpur, ég var fyrst. Þið getið verið á svefnsófanum frammi, hann er mjög fínn líka.

11:09 PM  
Blogger Dilja said...

ok hvenær? hlakka til, hlakka miiikið til!

og jú allar 20 meinti ég hahaha

11:26 PM  
Blogger Dilja said...

lítur allt út fyrir að við verðum bara tvær sigga mín,
spurning um að bjóða gaurunum sem við töluðum um um daginn?

8:29 PM  
Blogger Sigríður said...

Já ég er farin að halda að það endi með því. Ætli þeir eigi naglalakk.....

10:37 PM  
Blogger Maja pæja said...

Nei ég vil vera með!!! bjóst ekki við bloggi hérna svona sún. Mér finnst ég nú eiga rétt á besta rúminu þar sem að ég er að "drepast" í líkamanum út af tæknilegum orsökum ;) hehe... ég mæti með naglalakk og náttföt.

12:10 AM  
Blogger Dilja said...

og sængur, ég á bara eina...svona nýflutt inn á aftur og þannig.
Er þetta í kvöld?

12:55 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég get verið mjög liðug en ekki alltaf svo laus....
Obboðslega spennt fyrir svona uppákomu samt:) Hvenær eigum við að drífa í þessu, hvað með þar næstu helgi?

2:05 PM  
Blogger Dilja said...

já ég er til í þar næstu helgi! er það þá ákveðið??? látið vita dúllur

11:15 PM  
Blogger Sigríður said...

Hvort kvöldið? Ég er sko að fara í matarklúbb á laugardagskvöldinu...

11:37 PM  
Blogger Dilja said...

já föstudagskvöldið? hvað segið þið hinar?

6:11 PM  
Anonymous Anonymous said...

æ laugardagskvöldið er betra fyrir mig, kem líklegast ekki í bæinn fyrr en á laugardeginum :( en ég skal sjá hvað ég get gert í þessu. Hlakka til

11:45 PM  
Blogger Dilja said...

bara til að vera viss; þetta er sko 30.mars, þar-næsti-föstudagur:)

bauð Tótla líka.
og já muna eftir sængum, bý ekki svo vel ennþá, en það stendur til að kippa svona gesta kitti saman hehe

hlakka líka mjög mikið til. Sniðugt að "djamma" svona þegar áfengi er út, aldurinn færist yfir...OG bumbubúar stækka;)

4:46 PM  
Blogger Sigríður said...

Jæja ok, þið getið náttúrulega haft þetta á laugardeginum ef þið viljið það frekar en þá kemst ég náttúrulega ekki!! Maj er engin leið fyrir þig að koma í bæinn á föstudeginum?

8:14 PM  
Blogger Maja pæja said...

Jú jú segjuð það, ég reyni að koma mér í bæinn þá. Með sængina og koddann minn, hlakka til :)

10:55 PM  
Blogger Sigríður said...

So so so so so so sorry guys, það er farið að slá soldið saman í hausnum á mér!!!!! Held ég verði að afkrýna Tinnu af titlinum gullfiskurinn og taka mér hann sjálf!!! En þetta er akkúrat sama kvöldið og saumó er að fara á Leg!! En ég get auðvitað bara komið eftir leikhúsið.

9:15 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home