Sunday, March 13, 2005

vikuafmælið...

til hamingju HÁS, til hamingju íslendingar og til hamingju Ólafur Ragnar! Okkur hérna í HÁS hefur tekist að halda úti bloggsíðu í heila 7 daga og ef við viljum; þá getum við litið á þetta sem stóran sigur fyrir hönd þjóðar og scandinavíu! JÁ ef maður vill líta þannig á hlutina er allt svo gott.

ég er stödd á mejlgötunni, nánar tiltekið aðalbyggingar KaosPilot skólans. Hér er ég eirðarlaus að reyna að gera verkefni en hugurinn leitar heim. Heim í heiðardalinn, eða víkina. Reykjavíkina okkar. Í eyrunum syngur Ellý Vilhjálms um bænina sem hún vill að e-r heyri. Hvað er huggulegra svona á sunnudagseftirmiðdegi. Langar í sund, vesturbæjarlaugina. í miðlungspottinn þar sem nuddið er. Og svo myndi ég stökkva í gufu þangað til ég gæti ekki andað lengur og fá mér íslenskt vatn í krananum fyrir utan. mmmm.

Saran var að frá mér. Þetta var nú meiri assskotas rallamaraþonið ha? Fyrir utan það borðuðum við góðan mat og sukkuðum í nammi og ís. Horfðum á Idol, íslenskt sko. Alveg óendanlega kósíkvöld. Svo gaman samt að kveðjast áðan á strikinu og segja:
SJÁUMST Á FÖSTUDAGINN KL. 16 UPPÍ HALLGRÍMSKIRKJUTURNI!!!

ég verð bara að segja fyrir mína eigins hönd: ÉG get EKKI beðið!! hahhh!!!???? (eins og magga segir...)

1 Comments:

Blogger Maja pæja said...

Váts ekki ég heldur :-) þetta verður geggjað !!!

5:17 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home