Monday, March 14, 2005

upphitun

Hér kemur smá skýrsla eftir síðasta laugardag.
Partur af HÁS klúbbnum ákvað að kanna skemmtistaðina aðeins og hita upp fyrir næsta föstudag. Ziggy byrjaði kvöldið snemma og fór í rauðvínsteiti hjá Guðrúnu, síðan hittu þær Maj og fóru saman á KB. Ég however fór í bíó þar sem ég sá sjálfan mig mjög skýrt... og mætti síðan á KB um 1.30. Þar voru gellurnar með sófaborðið og flottasta barþjóninn hann Baldur með sér, og í geðveiku stuði! Áður en kvöldinu var lokið var Maj búin að dansa uppi á stólum, dotta aðeins í mjúka sófanum og lenda á sjens hjá allavega þremurn áður en hún stakk okkur af uppí leigubíl! Ziggy sem annars er þekkt fyrir að vera frekar dönnuð og ná að halda sönsum í drykkju klúðraði því gjörsamlega! Áður en hennar kvöldi var lokið þá var hún búin að detta við barinn þar sem einhver traðkaði á henni, fara á ölstofuna og vegamót án þess að muna eitt augnablik af þeim ferðum og stoppa svo ungan saklausan strák sem hún fékk til að skutla okkur á select svo hægt væri nú að kaupa rækjusamloku og mix (fastur liður eftir djamm hjá okkur). Á select sat hún í bílnum og beið á meðan ég verslaði með hausinn út um gluggann og mjöög áhyggjufullan bílstjóra í framsætinu!! Til að halda mannorði Siggu eins óskertu og hægt er þá mun ég ekki fara nánar útí hvað gerðist þegar heim var komið... Uff greyið mitt sko..
Ég sem var bythe way rosa hress þar sem ég byrjaði drykkju löngu á eftir þeim, lenti nú ekki í miklu,, jú ég hitti frakkann minn sem er alltaf lang flottastur og hefur alltaf jafn lítinn áhuga á mér! djö.. Hann kemur alltaf og talar aðeins við mig(ef hann er í glasi), setur hendina um mittið á mér sem er nóg til að sannfæra mig aftur... og lætur sig svo hverfa eins og alltaf. Hvað er málið með franska karlmenn, eða allavega þennan franska karlmann!! Baldur segir að hann sé hommi,, ekki sjens hann fái mig til að trúa því. Hann er bara að hughreysta mig þessi elska.
En allavega þá voru þetta helstu atburðir laugardagsins... næsta föstudag verður sigga í rauðvínsstraffi og maj verður látin drekka magic þegar augun hennar byrja að síga..
Næsti föstudagur verður líka mjöög skemmtilegur þar sem ekki aðeins partur af HÁS verður á djamminu heldur allur klúbburinn!! jeyj

5 Comments:

Blogger Sigríður said...

Tinna mín, gæti nokkuð verið að þú sért í homma afneitun?? Jónsi er ekki hommi, Magnús Geir er ekki hommi og núna frakkinn????
Ég held það borgi sig að láta bara kyrrt liggja með endalok mín á laugardag. Held að mannorð mitt þoli ekki fleiri hnekki eftir lýsingu kvöldsins!!

1:26 PM  
Blogger Dilja said...

TINNA! vá hvernig væri að þú fengir þér vinnu á dagblaði??? greinilega hæfileikarík á "nýjastanýtt"pennann!!
sni-hild! Og velkomin nýja Sigga! fíla þig!

hlakka svoooooo til á fös:)

1:30 PM  
Anonymous Anonymous said...

Eða getur verið að ég verði alltaf skotin í hommum? Var nú smá heit fyrir Magnús G. og alltaf var verið að segja mér að hann væri hommi. Magnús Geir er ekki hommi og ekki Fred heldur. Það eru bara alltaf allir að segja það alltaf.... Skil ekki svona fullyrðingar..

1:30 PM  
Blogger Maja pæja said...

HA HA HA HA HA.... man ekki alveg eftir að hafa dottað í sófanum en trúi því vel upp á mig.... :-) svo hringdi einn af gaurunum í mig í gær hikk hikk... ég sendi svo einum velvöldum sms úr símaskránni minni þarna um nóttina... og hann svaraði næsta dag !!! jaaa svona er mar klikkaður... ég keypti mér hins vegar rækju og kókómjólk og já höfum það þrjár... eina í þynnkunni....
geggjaður pistill!!!!

5:15 PM  
Blogger benony said...

ótrúlegt stud!!! Thetta er bara eins og og í gamla daga :) Djöfull ad madur geti ekki verid trylltur tharna á fös.

8:25 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home