Saturday, May 07, 2005

NYC report

Jæja loksins...
Æði að vera kominn heim en líka æææði í new york! Ég er semsagt núna búin að klippa visa kortið mitt í örugglega 6 skiptið því ég fer alltaf yfir strikið í eyðslu! Ótrúlegt að læra aldrei af reynslunni og slaka pínu á.. Þyrfti að vera alltaf með pabba í bakhöndinni til að stoppa mig af...Svona sem dæmi um mitt gífurlega mikla fjárhagsvit og eyðslu á peningum sem ég á ekki til þá keypti ég mér jakka á 300 dollara, myndavél á 250 dollara, fór í þyrluflug fyrir 150 dollara eins og sönnum prímadonnum sæmir..... en ok, fuck it einhvern vegin þá reddast hlutirnir alltaf og ég er ótrúlega glöð með nýja jakkann minn.

En allavega, við:
  • fórum í þyrluflug yfir borgina og sáum þar með alla helstu staði úr lofti. Ótrúlega flott.
  • fórum á stað sem heitir next door Nobu þar sem reikningurinn eftir kvöldið var bara 800 dollarar.. En það var samt þess virði, besti matur sem ég hef fengið og svo var ótrúlega spes að hafa celebrities eins og Kelly Osbourne á næsta borði og Billy Joel á þarnæsta.. Líka besta hvítvín sem ég hef fengið enda stóðum við varla í fæturna þegar við fórum þaðan út.
  • Fórum á geeðveika live blús klúbba og ég er núna komin með æði fyrir svoleiðis tónlist núna. Alveg nýjasta trendið mitt.
  • sáum Beuty and the beast (ætluðum á Lion King en það var sold out)
  • Fórum á MOMA (Museum of modern art) fullt af myndum þaðan...
  • Villtumst í central park.
  • Fórum í Apple búðina þar sem Tinna eyddi yfir þúsund dollurum í I-poda og öllu sem því fylgir. Ég var að fara að gráta þegar ég kom þaðan út og áttaði mig á því hvað ég eyddi miklu í þeirri búð!! úff
  • Fórum á Hooters sem olli okkur miklum vonbrigðum, ekkert sérstakur matur og stelpurnar þar eru sko alls ekkert hálfberar. Þær eru reyndar lítið klæddar og allar ljóshærðar bombur með stór brjóst. Eini karlmaðurinn í hópnum okkar varð mjög svekktur þegar hann sá að staðurinn var alls ekki eins og hann hafði vonað..

Annars er ég ekkert svo spennt lengur fyrir NYC, evrópskar borgir eru miklu meira spennandi og svo er hún yfirþyrmandi sem veldur því að mar var úrvinda eftir vikuna... Stóð mig að því að vera alltaf að bera hana saman við BCN sem er fallegasta og skemmtilegasta borg sem ég hef komið til..

Þetta var samt geðveikt! En ég verð alveg róleg þó ég komi ekki þangað aftur fyrr en eftir svoldið mjög mörg ár... Um leið og ég er búin að finna útúr því hvernig þessi I-pod minn virkar (ekki alveg að ganga upp hjá mér að downloada inná hann) þá fer ég strax í myndavélapælingar og set myndir á vefinn.

Vá hvað ég er búin að skrifa mikið..... hætt núna

5 Comments:

Blogger Sigríður said...

Vá hvað ég þarf að fara að kenna þér á líf án visakorts núna þegar þú byrjar í skólanum ;-) Það fyrsta sem við gerum er ekki að klippa á visakortið heldur segja því upp svo það sé ekki hægt að sækja það aftur og aftur og aftur..... :P En ég skil þig MJÖG vel. Ef ég hefði verið með visakort þegar ég fór til London eða Svíþjóðar þá værum við að tala um aukavinnu á horninu!!!!! En gott að þú náðir að rasa aðeins út og skemmta þér vel og sjá frægt fólk. Hefði samt helst viljað þín vegna að það hefði verið Benicio del Toro sem sat á næsta borði!!!

3:58 PM  
Anonymous Anonymous said...

vá hvað Tinna hefði gjörsamlega misst kúlið og fallið við fætur goðsins ef hann hefði verið á næsta borði!

4:02 PM  
Blogger Maja pæja said...

úúúú þetta hefur verið geggjað :-) ég öfunda þig ýkt ;-) en ég er svo sem sjálf að fara út eftir já 1, 2, 3 DAGA !!!!

10:49 PM  
Blogger benony said...

Örg snilld. Ekkert smá ævintýri ad fara til Béndaríkjana.

ég er einmitt alveg veik...langar ekki til íslands ad vinna...langar bara ad lenda í ævintýrum og sjá eitthvad nýtt...

11:24 AM  
Blogger Dilja said...

vei vei, NY er rosaleg já. Ég man þegar ég var þar að ég fann fyrir því hvað hún var stór, bara svona andinn yfir henni allri. en samt er NY betri en LA...
svo er SAN FRAN best!!

jiii hvað maður er glóbal hehehh

en ekkert smá skemmtilegt að lesa ferðasöguna!!:) hlakka til að sjá myndir líka, þær segja nú meira en 100 orð! show it dont tell it!

2:47 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home