Wednesday, April 13, 2005

Útlandaþráin!!

Vitið þið stelpur að síðan ég fór út um páskana er ég búin að vera að drepast úr útþrá. Langar alveg verulega mikið að flytja út núna. Mér er eiginlega alveg sama hvert, langar bara að fara eitthvað annað og fá smá tilbreytingu. Ég veit bara ekki alveg hvort það er einhver veruleikaflótti sem er að stjórna þessu eða hvort þetta er ævintýraþráin að brjótast um í mér. Anyways, þá er ég voða mikið að spá í því þessa dagana að klára þetta blessaða nám og drífa mig svo í Master og taka það þá að einhverju leyti eða öllu leyti í útlöndum. Svo er ég líka alveg komin á það að fram að þeim tíma dugir ekkert minna en 2 utanlandsreisur á ári. Maj var náttúrulega að tala um það um daginn að við Tinna skrippum til Köben í haust og hún kæmi frá Þýskalandi og þið Danapíur frá Árósum og Óðinsvéum. Líst bara vel á það. En verð að fara, það er verið að sækja mig í bíó. Hvernig líst ykkur hinum annars á Köben í haust?

2 Comments:

Blogger Maja pæja said...

I´m whith you girl!!!! ohoo mig langar svo líka, en ég er að fara til Amsterdam í maí og svo langar mig til London í sumar og svo flyt ég til Germany í haust og þaðan ætlum við til Ítalíu og bara eitthvað út í buskann... nú svo næsta vor fer ég í útskriftarferð og stefnan er tekin á S-Ameríku og svo er sumarið laust fyrir okkur tvær að flytja til Ítalíu og læra ítölsku og hafa það gott :-)

11:48 PM  
Anonymous Anonymous said...

Ég væri sko alveg til. Það kostar mig svo lítið að fljúga, er samt að fara til NYC eftir tæpar 2 vikur og svo fer ég með snúðinn minn út í haust. Gætum skroppið eina helgi eftir að skólinn er byrjaður?
Hey þú hefðir átt að koma með mér í gær! Fyrst voru reggie tónleikar á Hressó og síðan beint yfir á Nasa þar sem Trabant var að spila ásamt þeim President Bongo og Urði. Algjör snilld!

11:05 AM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home