Star Trek
Xindiarnir eru að framleiða vopn til að eyða jörðinni og eru búnir að finna plánetu sem er óbyggð til að prófa vopnið. Andoriarnir eru búnir að bjóða Archer skipstjóra aðstoð sína og eru að hjálpa þeim að laga Enterprise en það fór illa í fyrirbærasviðinu. T´Pol treystir ekki Andoriunum en það er eðlilegt að hún sé tortryggin því hún er Vúlkani. Kom í ljós að hún jafði ástæðu til að vantreysta þeim því þeir rændu frumgerðinni að vopninu sem þeir náðu frá Xindiunum en mönnunum tókst að eyða því áður en Andoriarnir komust með það heim til sín. Eftir það fengu þeir dulbúin skilaboð frá Andoria skipinu me skimunum sem þeir höfðu náð af vopninu áður en Archer eyddi því. Shim, skipstjóri Andorianna var ekki alslæmur. Enda hafa leiðir hans og Archers leigið saman áður og þeir ágætis félagar.
Þessi pistill er tileinkaður Diljá sem er fremur miður sín að vera úti og missa af þættinum!!
Þessi pistill er tileinkaður Diljá sem er fremur miður sín að vera úti og missa af þættinum!!
2 Comments:
HA HA HA HA HA HA HA HA.... þetta er gegt fyndið :-)
hvar hef ég verið???
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home