Århus report
Jæja hérna liggjum við uppí rúmi á sólríkum laugardagsmorgni í Árósinni. Við erum sko Diljá og Maj-Britt:) Í fyrsta skipti saman í útlöndum, skál!
Erum búnar bralla ýmislegt síðan á miðvikudaginn. Við erum búnar að:
- sitja á Englinum í 5 tíma.-að skoða höfuðstöðvar KaosPilota
-halda 12 manna sushimatarboð í eldhúsinu á Vesturgötunni
-hlusta 31 sinni á lagið okkar, Sad Eyes með Bruce Springsteen, megi það verða 61 skipti.
-vakna með útúrkrotaða handleggi og bak, frekar subbulegt, frekar KP-legt
-fara á Chokoladefabrikken
-taka myndaseríu af okkur í Latinska hverfinu
-hakka í okkur miðnæturpizzu, jú því innst inni býr villidýr í okkur öllum, við sýndum okkar þarna
-þynnka þynnka þynnka, rúm rúm og skóli...OG tjérnóóbilsprengja í eldhúsinu!
-fullt af fikt í hári og knúserí-I
-bjór og nachos við ánni í sólinni
-unaðsleg stund í spænska SPA-inu. Tyrknesk gufa, heitt hvíldarhreiður og sauna. Mjúkustu líkamar bæjarnis.
-létum okkur dreyma um að opna stelpuSpa heima á meðan við létum þreytuna líða úr okkur...
-til að toppa allt sem hægt er að toppa fórum við á LATIN, best geymda leyndarmál Árósa. Pínulítill en laaangvinsælastur og ó svo góður matur!! hreinlega bráðnaði uppí okkur.
-rotuðumst um leið og við komum heim og erum að vakna núna eftir prinsessusvefn.
Planið er að kíkja í sætar búðir og fara svo í brunch. Svo ætlar Britney að kveðja Dilluna sína og halda til Kóngins Köben og hitta nýgifta parið, Eirík og Marínu. Erfinginn sparkar og sparkar í tilefni komu Britney hihih...
Meira seinna, svo er líka skemmtileg lýsing á síðunni hjá Maj-Britt...
Bæjó
1 Comments:
Núna er kominn 27.maí og ég er actually að lesa þetta blogg núna fyrst! Fyrr má nú vera, alveg að sjá það að það er gjörsamlega glatað að vera í vinnu sem gefur manni ekki tíma til að skoða síður á netinu. Svo þegar ég kem heim þá nenni ég ekki að setjast aftur fyrir framan tölvu... en ok, þetta hefur greinilega verið geggjað gaman hjá ykkur skottum!
Ps. fór aftur í litun í gær og nú er ég orðin gulhærð!! Skelfilegt
Post a Comment
Subscribe to Post Comments [Atom]
<< Home