Saturday, May 14, 2005

Århus report

Jæja hérna liggjum við uppí rúmi á sólríkum laugardagsmorgni í Árósinni. Við erum sko Diljá og Maj-Britt:) Í fyrsta skipti saman í útlöndum, skál!

Erum búnar bralla ýmislegt síðan á miðvikudaginn. Við erum búnar að:

- sitja á Englinum í 5 tíma.
-að skoða höfuðstöðvar KaosPilota
-halda 12 manna sushimatarboð í eldhúsinu á Vesturgötunni
-hlusta 31 sinni á lagið okkar, Sad Eyes með Bruce Springsteen, megi það verða 61 skipti.
-vakna með útúrkrotaða handleggi og bak, frekar subbulegt, frekar KP-legt
-fara á Chokoladefabrikken
-taka myndaseríu af okkur í Latinska hverfinu
-hakka í okkur miðnæturpizzu, jú því innst inni býr villidýr í okkur öllum, við sýndum okkar þarna
-þynnka þynnka þynnka, rúm rúm og skóli...OG tjérnóóbilsprengja í eldhúsinu!
-fullt af fikt í hári og knúserí-I
-bjór og nachos við ánni í sólinni
-unaðsleg stund í spænska SPA-inu. Tyrknesk gufa, heitt hvíldarhreiður og sauna. Mjúkustu líkamar bæjarnis.
-létum okkur dreyma um að opna stelpuSpa heima á meðan við létum þreytuna líða úr okkur...
-til að toppa allt sem hægt er að toppa fórum við á LATIN, best geymda leyndarmál Árósa. Pínulítill en laaangvinsælastur og ó svo góður matur!! hreinlega bráðnaði uppí okkur.
-rotuðumst um leið og við komum heim og erum að vakna núna eftir prinsessusvefn.

Planið er að kíkja í sætar búðir og fara svo í brunch. Svo ætlar Britney að kveðja Dilluna sína og halda til Kóngins Köben og hitta nýgifta parið, Eirík og Marínu. Erfinginn sparkar og sparkar í tilefni komu Britney hihih...

Meira seinna, svo er líka skemmtileg lýsing á síðunni hjá Maj-Britt...

Bæjó

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Núna er kominn 27.maí og ég er actually að lesa þetta blogg núna fyrst! Fyrr má nú vera, alveg að sjá það að það er gjörsamlega glatað að vera í vinnu sem gefur manni ekki tíma til að skoða síður á netinu. Svo þegar ég kem heim þá nenni ég ekki að setjast aftur fyrir framan tölvu... en ok, þetta hefur greinilega verið geggjað gaman hjá ykkur skottum!
Ps. fór aftur í litun í gær og nú er ég orðin gulhærð!! Skelfilegt

12:05 PM  

Post a Comment

Subscribe to Post Comments [Atom]

<< Home