Saturday, May 14, 2005

Århus report

Jæja hérna liggjum við uppí rúmi á sólríkum laugardagsmorgni í Árósinni. Við erum sko Diljá og Maj-Britt:) Í fyrsta skipti saman í útlöndum, skál!

Erum búnar bralla ýmislegt síðan á miðvikudaginn. Við erum búnar að:

- sitja á Englinum í 5 tíma.
-að skoða höfuðstöðvar KaosPilota
-halda 12 manna sushimatarboð í eldhúsinu á Vesturgötunni
-hlusta 31 sinni á lagið okkar, Sad Eyes með Bruce Springsteen, megi það verða 61 skipti.
-vakna með útúrkrotaða handleggi og bak, frekar subbulegt, frekar KP-legt
-fara á Chokoladefabrikken
-taka myndaseríu af okkur í Latinska hverfinu
-hakka í okkur miðnæturpizzu, jú því innst inni býr villidýr í okkur öllum, við sýndum okkar þarna
-þynnka þynnka þynnka, rúm rúm og skóli...OG tjérnóóbilsprengja í eldhúsinu!
-fullt af fikt í hári og knúserí-I
-bjór og nachos við ánni í sólinni
-unaðsleg stund í spænska SPA-inu. Tyrknesk gufa, heitt hvíldarhreiður og sauna. Mjúkustu líkamar bæjarnis.
-létum okkur dreyma um að opna stelpuSpa heima á meðan við létum þreytuna líða úr okkur...
-til að toppa allt sem hægt er að toppa fórum við á LATIN, best geymda leyndarmál Árósa. Pínulítill en laaangvinsælastur og ó svo góður matur!! hreinlega bráðnaði uppí okkur.
-rotuðumst um leið og við komum heim og erum að vakna núna eftir prinsessusvefn.

Planið er að kíkja í sætar búðir og fara svo í brunch. Svo ætlar Britney að kveðja Dilluna sína og halda til Kóngins Köben og hitta nýgifta parið, Eirík og Marínu. Erfinginn sparkar og sparkar í tilefni komu Britney hihih...

Meira seinna, svo er líka skemmtileg lýsing á síðunni hjá Maj-Britt...

Bæjó

Saturday, May 07, 2005

NYC report

Jæja loksins...
Æði að vera kominn heim en líka æææði í new york! Ég er semsagt núna búin að klippa visa kortið mitt í örugglega 6 skiptið því ég fer alltaf yfir strikið í eyðslu! Ótrúlegt að læra aldrei af reynslunni og slaka pínu á.. Þyrfti að vera alltaf með pabba í bakhöndinni til að stoppa mig af...Svona sem dæmi um mitt gífurlega mikla fjárhagsvit og eyðslu á peningum sem ég á ekki til þá keypti ég mér jakka á 300 dollara, myndavél á 250 dollara, fór í þyrluflug fyrir 150 dollara eins og sönnum prímadonnum sæmir..... en ok, fuck it einhvern vegin þá reddast hlutirnir alltaf og ég er ótrúlega glöð með nýja jakkann minn.

En allavega, við:
  • fórum í þyrluflug yfir borgina og sáum þar með alla helstu staði úr lofti. Ótrúlega flott.
  • fórum á stað sem heitir next door Nobu þar sem reikningurinn eftir kvöldið var bara 800 dollarar.. En það var samt þess virði, besti matur sem ég hef fengið og svo var ótrúlega spes að hafa celebrities eins og Kelly Osbourne á næsta borði og Billy Joel á þarnæsta.. Líka besta hvítvín sem ég hef fengið enda stóðum við varla í fæturna þegar við fórum þaðan út.
  • Fórum á geeðveika live blús klúbba og ég er núna komin með æði fyrir svoleiðis tónlist núna. Alveg nýjasta trendið mitt.
  • sáum Beuty and the beast (ætluðum á Lion King en það var sold out)
  • Fórum á MOMA (Museum of modern art) fullt af myndum þaðan...
  • Villtumst í central park.
  • Fórum í Apple búðina þar sem Tinna eyddi yfir þúsund dollurum í I-poda og öllu sem því fylgir. Ég var að fara að gráta þegar ég kom þaðan út og áttaði mig á því hvað ég eyddi miklu í þeirri búð!! úff
  • Fórum á Hooters sem olli okkur miklum vonbrigðum, ekkert sérstakur matur og stelpurnar þar eru sko alls ekkert hálfberar. Þær eru reyndar lítið klæddar og allar ljóshærðar bombur með stór brjóst. Eini karlmaðurinn í hópnum okkar varð mjög svekktur þegar hann sá að staðurinn var alls ekki eins og hann hafði vonað..

Annars er ég ekkert svo spennt lengur fyrir NYC, evrópskar borgir eru miklu meira spennandi og svo er hún yfirþyrmandi sem veldur því að mar var úrvinda eftir vikuna... Stóð mig að því að vera alltaf að bera hana saman við BCN sem er fallegasta og skemmtilegasta borg sem ég hef komið til..

Þetta var samt geðveikt! En ég verð alveg róleg þó ég komi ekki þangað aftur fyrr en eftir svoldið mjög mörg ár... Um leið og ég er búin að finna útúr því hvernig þessi I-pod minn virkar (ekki alveg að ganga upp hjá mér að downloada inná hann) þá fer ég strax í myndavélapælingar og set myndir á vefinn.

Vá hvað ég er búin að skrifa mikið..... hætt núna

Elsku HÁSurnar mínar
ég var að kaupa miða heim til Íslands fagra Íslands og kem ég heim þann 9.júní nk.

Wednesday, May 04, 2005

Hvar er Tinna?????

Nú er liðin rúm vika síðan hún Hrafnhildur okkar fór til Ameríkunnar svo hún hlýtur að vera komin heim aftur og samt er ekki komin nein ferðasaga hér inn á síðuna okkar. Ég lýsi hér með eftir "a New York story" frá dömunni!!! Maður er orðinn ansi þyrstur í eitthvað svona skemmti lesefni eftir allan próflesturinn.