Saturday, November 26, 2005

Ég sjálf

Fyrst vil ég taka það fram að ég er enn í verkfalli en ég bara veerð að koma þessu að því þetta er svo merkileg saga..
Ég sá spegilmynd af sjálfri mér í gær! Var að koma úr stæ tíma og var á ljósum í Kópavoginum þar sem ég sá stelpu í næsta bíl sem var aalveg eins og ég! Hún hafði alveg sama háralit, sömu klippingu og sömu gleraugu og það sem meira er, sama andlit!! Mjög spes,, mér hefur alltaf fundist það skrýtið ef einhver talar um að einhver sé alveg eins og einhver annar en þarna sá ég það í fyrsta skipti sjálf. Þetta var eiginlega hálf óþægilegt..
Ég auðvitað fór beint heim, gékk á pabba og spurði hvort hann hefði eitthvað verið hér á árum fyrr að "þið vitið" með einhverri gellu í Kópavogi??
Pabbi neitaði harðlega og gerði meira að segja heiðarlega tilraun um að koma sökinni yfir á mömmu.
Ég hefði átt að elta stelpuna..

Thursday, November 24, 2005

Ég mótmæli því harðlega að vera sú eina sem skrifar á þessa síðu hérna sko..
Komin í verkfall þangað til heyrist frá öðrum HÁS meðlimum.
Ps. ég flyt víst ekki í íbúðina "mína" fyrir jól.
Hefði nú mátt vita það svo sem,,, Alli nær ekki að klára húsið sitt í tíma..
Ég sem sá fyrir mér stöðug hvítvíns/vídeó/spila/kjafta/innanhússarkektúrs/
afslöppunar/matarboðs/skólabókaverkfalls... kvöld ööll jólin.
Með heimilislausu útlendingunum þeim Maj og Ellu og hinum ekki eins heimilislausu skvísum.

Monday, November 21, 2005

Helgin mín er búin að fara í að "leysa upp" 85 ára gamla sögu. Skrýtin tilfinning.,, að ýmist henda, hirða eða gefa hluti sem 2 manneskjur voru búnar að safna að sér í þetta langan tíma. Annar eigenda einn af mínum bestu og kærustu vinum. Fara inn í skápa sem manni lét ekki detta sér í hug að gramsa í... Nú fyrst er ferlinu að verða lokið og ekkert eftir nema minningar. Það eina sem hægt er að heimsækja eru leiðin. Dauðinn er erfiður og grimmur partur af lífsferli..