Thursday, April 28, 2005

jæja, höldum þessu gangandi!!

Er búin að sjá orðið ÚTLANDAÞRÁIN of oft og ákvað að gera e-ð í þessu hérna á síðunni okkar. En já útlandaþráin er sterk í mér líka. Reyndar er ég í útlöndum. En það útland kalla ég "heima" þessa stundina. Samt kalla ég líka Ísland "heim". Vá hvað ég bý í skrýtnum heimi hehehe. Heimi sem mig langar svo að sjá og upplifa.
Reyndar hef ég ekki mikið að segja. Jú nema eitt!

Ég er komin með kærasta....

Wednesday, April 13, 2005

Útlandaþráin!!

Vitið þið stelpur að síðan ég fór út um páskana er ég búin að vera að drepast úr útþrá. Langar alveg verulega mikið að flytja út núna. Mér er eiginlega alveg sama hvert, langar bara að fara eitthvað annað og fá smá tilbreytingu. Ég veit bara ekki alveg hvort það er einhver veruleikaflótti sem er að stjórna þessu eða hvort þetta er ævintýraþráin að brjótast um í mér. Anyways, þá er ég voða mikið að spá í því þessa dagana að klára þetta blessaða nám og drífa mig svo í Master og taka það þá að einhverju leyti eða öllu leyti í útlöndum. Svo er ég líka alveg komin á það að fram að þeim tíma dugir ekkert minna en 2 utanlandsreisur á ári. Maj var náttúrulega að tala um það um daginn að við Tinna skrippum til Köben í haust og hún kæmi frá Þýskalandi og þið Danapíur frá Árósum og Óðinsvéum. Líst bara vel á það. En verð að fara, það er verið að sækja mig í bíó. Hvernig líst ykkur hinum annars á Köben í haust?

Tuesday, April 12, 2005

Lífið er lotterí

-Djöll væri ég til í að vinna í lottó þessa dagana.
-Djöll langar mig í kúrekastígvél
-Djöll langar mig að vera búin í prófum
-Djöll langar mig að lesa bréfin sem að Sara skuldar okkur
-Djöll er ég svekkt að myndavélin hennar Dill týndist
-Djöll langaði mig sérstaklega til að sjá armbandsmyndina
-Djöll er ég átsjúk í prófum
-Djöll hlakka ég til sumarsins
-Djöll er ég spennt í Desperate houswifes
-Djöll er María eitthvað slöpp
-Djöll sakna ég Jacks
-Djöll langar mig í eina útivistarævintýraferð í sumar
-Djöll langar mig í i-pod
-Djöll langar mig að læra ítölsku
-Djöll langar mig að elda tapas
-Djöll langar mig að kyssa
-Djöll langar mig að vera 5 kg léttari
-Djöll langar mig á köfunarnámskeið

.... langaði bara að pústa ............

Saturday, April 09, 2005

Star Trek

Xindiarnir eru að framleiða vopn til að eyða jörðinni og eru búnir að finna plánetu sem er óbyggð til að prófa vopnið. Andoriarnir eru búnir að bjóða Archer skipstjóra aðstoð sína og eru að hjálpa þeim að laga Enterprise en það fór illa í fyrirbærasviðinu. T´Pol treystir ekki Andoriunum en það er eðlilegt að hún sé tortryggin því hún er Vúlkani. Kom í ljós að hún jafði ástæðu til að vantreysta þeim því þeir rændu frumgerðinni að vopninu sem þeir náðu frá Xindiunum en mönnunum tókst að eyða því áður en Andoriarnir komust með það heim til sín. Eftir það fengu þeir dulbúin skilaboð frá Andoria skipinu me skimunum sem þeir höfðu náð af vopninu áður en Archer eyddi því. Shim, skipstjóri Andorianna var ekki alslæmur. Enda hafa leiðir hans og Archers leigið saman áður og þeir ágætis félagar.

Þessi pistill er tileinkaður Diljá sem er fremur miður sín að vera úti og missa af þættinum!!

Friday, April 08, 2005

ef þu sælar framan i heiminn

þá smælar heimurinn framan í þig!!

Sit hérna á RISA stórum grjónapúða í skólanum, það er hádegi og matur í boði skólans. Þeir kunna þetta hérna. Í morgun lærðum við um boddílangvitsj og svo fórum við útí bæ að gera verkefni og þal risa göngutúr.

Alveg sátt með þetta. Er þunn, en meira lunn; sem er skemmtilegast! Megas er æði. Vildi óska að ég hafi getað komist á afmælistónleika hans í gær. En ég er ekki á Íslandi. Ef ég væri það þá myndi ég líka hanga á þessari kvikmyndahátíð sem var að byrja. En svo er ég bara hér í Danmörku og alveg sátt við það. Því á morgun held ég ammlisparty og svo var ég að finna eitt stykki O.Tynes, bara sætari, hérna í KP. Það var e-r gæi að byrja að vinna við skólann. Og ég geri lítið annað en að slefa yfir honum. Hitti hann svo í FÖTEX fyrir nokkru og tók smá flirt á þetta. Svona eins og fólkið í AMmríkunni gerir.
En svo langar mig samt svo að sofa hjá Jesú (vona að maogpa lesi þetta ekki!!)

Jæja ég er farin í bili.

Ykkar
Jónas Ólafur Jónas Ólafur Jóhannesson
frá Hryflu

Sunday, April 03, 2005

Próflestur

Váts hvað ég gleymi því alltaf milli lokaprófa hvað það er mikill dauði og djöfull að lesa undir próf... :-( ohooo!!! ég er bara ekki að nenna þessu..... en þetta er víst the downside of School he he.. vonandi verður gaman að fá út úr þeim :-) annars er allt svona barasta fínt að frétta... Það var mjög gaman að fá Söru og Dill heim í páskafríinu og Dill fer á morgun ef að mér skjátlast ekki... svo er náttla sumarið að nálgast. Ég væri nú til í eina göngu eða svo?? er einhver geim í það? Ganga og tjalda eða taka bústaðinn á þetta og vera latar ?? Látum nú þennan klúbb standa undir nafni og tökum eina ferð saman út á land í sumar, hvað segiði? Nú svo er Ziggy að skoða norska brettakennara og norska lækna líka! Vona að bakið lagist sem fyrst og Jack saknar þín voða mikið. Jæja, hristið nú rallana á ykkur og elskiði lífið... og Bobby, Bobby, BOBBY FISHER!