Tuesday, October 25, 2005

Linsur

Ég hef ákveðið hér með að nota aldrei linsur aftur. Ég ætlaði að vera rosa fín síðasta laug. og setti í mig linsur. Fannst svo alltaf eins og ég væri með sand í öðru auganu og ákvað að gefast upp og taka linsuna... ég reyndi lengi að ná henni úr og fékk meira að segja hjálp frá annari sem kann að nota linsur en linsan sat sem fastast og svo týndist hún. Á mán var ég enn að drepast í auganu og var þar að auki komin með sár á augað, fékk akút tíma hjá augnlækni sem fann hana einhverstaðar bakvið augnlokið! Þá hafði hún falið sig þar bakvið og Tinna sem reyndi að kroppa linsuna úr hafði verið að kroppa í hornhimnuna í staðinn og gert á hana gat,, heppin að hafa ekki eyðilagt á mér augað..
Þið vitið þá skvises að ef þið sjáið mig gleraugnalausa einhverstaðar og ég heilsa ykkur ekki þá er ég ekki að vera dónaleg heldur er ég bara að passa uppá lookið og tek niður gleraugun ef þau passa ekki við outfittið..

Við Sigga fórum í kröfugöngu í gær ásamt öðrum 50 þús konum! Örugglega mjög gaman fyrir þá fáu karlmenn sem voru með að sjá þverskurð af íslensku kvenfólki á öllum aldri á einum stað. Við ætluðum hvorugar að nenna að fara en þar sem mæður okkar beggja hótuðu að afneita okkur þá létum við tilleiðast og drifum okkur. Sem ég sé alls ekki eftir því þetta var svaka stemmning! Og auðvitað eigum við að sýna stuðning í svona málefni þar sem þetta snertir okkur sjálfar...

En ég á semsagt að vera heima núna að læra fjárhagsbókhald,, það var ekkert spennandi í ískápnum og ég búin að skoða öll blogg þannig ég verð víst að druslast til að halda áfram í bókhaldinu....

Thursday, October 20, 2005

Mikið oofboðslega langar mig núna til að henda öllu frá mér, pakka niður í tösku og fara með álfinn minn með mér til Madrid og setjast þar að. Þar býr hún Ella mín núna og ég heyri stöðugt hvað borgin sé geggjuð! Meira geggjuð en uppáhaldsborgin mín Barcelona! Mjög erfitt að standast svona.. Mikið væri allt auðveldara ef maður ætti bara fullt af peningum og gæti gert það sem manni langaði til!
Ég myndi:
  • Kaupa mér hús á einhverri eyju í karabíska..
  • Fara með hele familien í langa heimsreisu og lifa eins og kóngar allann tímann.
  • Eyða minnsta kosti ári í suður Ameríku, klára að læra spænskuna og skoða og kynnast menningu og fólki þar.

Er þetta norm sem allir falla undir um leið og þeir fara í skóla og eiga að vera að læra en nenna því ekki? Þið vitið.. að finna sér eitthvað annað að gera en að læra, eins og að dreyma um framandi lönd og aðra menningu.. Eða er það bara ég..

Nei nú ætla ég að hætta,, druslast til að halda áfram að læra og klára það sem ég byrjaði á, námið það er að segja.

Ég á nebblega að vera að vera að lesa núna um framleiðslustjórnun og undirbúa verkefni um fyrirtæki sem heitir "Tæknidrasl".. spennandi huh.

Annars er ég orðin skuggalega heimakær og eyddi síðasta föstudagskvöldi í að flokka stæ möppuna mína, nei ég lýg því ekki.. úff. Um helgina er samt smá tilbreyting, þá verður nornaklúbbur en það er samkoma þar sem við þykjumst ætla að lesa í tarot og bolla og spá fyrir hvor annarri. Auðvitað kann engin okkar að lesa í tarot, hvað þá bolla þannig að við borðum bara góðan mat og drekkum óhóflega.

Skammast mín annars fyrir að vera ekki búin að kaupa armband á Airwaves, eitthvað sem maður á að fara á á hverju ári og er alltaf jafn skemmtilegt.. Bara næst.

Og aftur í framleiðslustjórnunina...