Wednesday, March 30, 2005

daut

já ég veit að það eiga að vera 2 t í Dautt en mér finnst þetta fyndið. En ég spyr? er þetta daut blogg? Enginn búin að skrifa í háa herrans tíð né leggja orð í belg í kommentakerfinu.
Jæja ég fer nú að kveðja landið eftir örfáa daga. Enda komið fínt í bili. Búin að skemmta mér vel og hitta alla. Um helgina ætla ég á tónleika með HJÁLMAR á Nasa. Og það væri gaman að sjá ykkur (sem komast) þar og dilla rassinum.

Hlakka til að heyra í ykkur elskurnar...

Friday, March 18, 2005

GLEÐILEGAN G-DAG!!!!

jæja, ég er komin heim til Íslands, ásamt söru minni!
Klukkan er 13 núna og ég er aðeins að stússast í þessari dagskrá. Hlakka svo til að sjá ykkur eftir 3 tíma! og hlakka til að gleðja ykkur og hafa það gaman!!! Ég er svooooo rosalega afskaplega spennt!! Trúi ekki að dagurinn sé bara runninn upp!!

En jæja ég er farin útí daginn, bæjinn!!

Sjáumst á eftir!!

Thursday, March 17, 2005

Komdu reglu á fjármál þíns heimilis

Jæja rassgötin mín. Er ekki best að fara að kýla operation together to the outland i framkvæmd? Maja ertu búin að stofna ferðareikning fyrir okkur? Hvað finnst ykkur vera hæfileg upphæð? Mér finnst 1000 kr. vera fínt á mánuði. Svo er kannski hægt að hækka það aðeins yfir sumartímann. Ég legg til að við drífum þetta bara í gang. Maj ef þú verður gjaldkeri þá skal ég taka að mér það hlutverk að minna þá sem eiga erfitt með að muna svona hluti á að borga hver mánaðarmót (nefni engin nöfn CRAFT). Þá kannski komumst við í þessa ferð eftir svona 2-3 ár. Er ekki bara gott plan að Maja stofni reikning fyrir næstu mánaðarmót og fyrsta greiðslan verði í byrjun apríl?

Monday, March 14, 2005

upphitun

Hér kemur smá skýrsla eftir síðasta laugardag.
Partur af HÁS klúbbnum ákvað að kanna skemmtistaðina aðeins og hita upp fyrir næsta föstudag. Ziggy byrjaði kvöldið snemma og fór í rauðvínsteiti hjá Guðrúnu, síðan hittu þær Maj og fóru saman á KB. Ég however fór í bíó þar sem ég sá sjálfan mig mjög skýrt... og mætti síðan á KB um 1.30. Þar voru gellurnar með sófaborðið og flottasta barþjóninn hann Baldur með sér, og í geðveiku stuði! Áður en kvöldinu var lokið var Maj búin að dansa uppi á stólum, dotta aðeins í mjúka sófanum og lenda á sjens hjá allavega þremurn áður en hún stakk okkur af uppí leigubíl! Ziggy sem annars er þekkt fyrir að vera frekar dönnuð og ná að halda sönsum í drykkju klúðraði því gjörsamlega! Áður en hennar kvöldi var lokið þá var hún búin að detta við barinn þar sem einhver traðkaði á henni, fara á ölstofuna og vegamót án þess að muna eitt augnablik af þeim ferðum og stoppa svo ungan saklausan strák sem hún fékk til að skutla okkur á select svo hægt væri nú að kaupa rækjusamloku og mix (fastur liður eftir djamm hjá okkur). Á select sat hún í bílnum og beið á meðan ég verslaði með hausinn út um gluggann og mjöög áhyggjufullan bílstjóra í framsætinu!! Til að halda mannorði Siggu eins óskertu og hægt er þá mun ég ekki fara nánar útí hvað gerðist þegar heim var komið... Uff greyið mitt sko..
Ég sem var bythe way rosa hress þar sem ég byrjaði drykkju löngu á eftir þeim, lenti nú ekki í miklu,, jú ég hitti frakkann minn sem er alltaf lang flottastur og hefur alltaf jafn lítinn áhuga á mér! djö.. Hann kemur alltaf og talar aðeins við mig(ef hann er í glasi), setur hendina um mittið á mér sem er nóg til að sannfæra mig aftur... og lætur sig svo hverfa eins og alltaf. Hvað er málið með franska karlmenn, eða allavega þennan franska karlmann!! Baldur segir að hann sé hommi,, ekki sjens hann fái mig til að trúa því. Hann er bara að hughreysta mig þessi elska.
En allavega þá voru þetta helstu atburðir laugardagsins... næsta föstudag verður sigga í rauðvínsstraffi og maj verður látin drekka magic þegar augun hennar byrja að síga..
Næsti föstudagur verður líka mjöög skemmtilegur þar sem ekki aðeins partur af HÁS verður á djamminu heldur allur klúbburinn!! jeyj

Sunday, March 13, 2005

vikuafmælið...

til hamingju HÁS, til hamingju íslendingar og til hamingju Ólafur Ragnar! Okkur hérna í HÁS hefur tekist að halda úti bloggsíðu í heila 7 daga og ef við viljum; þá getum við litið á þetta sem stóran sigur fyrir hönd þjóðar og scandinavíu! JÁ ef maður vill líta þannig á hlutina er allt svo gott.

ég er stödd á mejlgötunni, nánar tiltekið aðalbyggingar KaosPilot skólans. Hér er ég eirðarlaus að reyna að gera verkefni en hugurinn leitar heim. Heim í heiðardalinn, eða víkina. Reykjavíkina okkar. Í eyrunum syngur Ellý Vilhjálms um bænina sem hún vill að e-r heyri. Hvað er huggulegra svona á sunnudagseftirmiðdegi. Langar í sund, vesturbæjarlaugina. í miðlungspottinn þar sem nuddið er. Og svo myndi ég stökkva í gufu þangað til ég gæti ekki andað lengur og fá mér íslenskt vatn í krananum fyrir utan. mmmm.

Saran var að frá mér. Þetta var nú meiri assskotas rallamaraþonið ha? Fyrir utan það borðuðum við góðan mat og sukkuðum í nammi og ís. Horfðum á Idol, íslenskt sko. Alveg óendanlega kósíkvöld. Svo gaman samt að kveðjast áðan á strikinu og segja:
SJÁUMST Á FÖSTUDAGINN KL. 16 UPPÍ HALLGRÍMSKIRKJUTURNI!!!

ég verð bara að segja fyrir mína eigins hönd: ÉG get EKKI beðið!! hahhh!!!???? (eins og magga segir...)

Tuesday, March 08, 2005

HÁS saman í útlöndum

Hey skvíses, hvað segiði um að stofna söfnunarreikning og skella okkur saman til einhverrar spennó borgar á komandi árum?? Ég væri massa til í að hafa það gaman saman í HÁS-fíling í úglöndum!

HÁSTÍÐIN

Vildi líka láta ykkur vita að þetta lítur allt saman mjög vel út hjá moi líka:) Mér tókst að redda fríi frá vinnu þann 19.mars (var ekki alveg að ganga upp til að byrja með) sem þýðir að ég þarf ekkert að vera komin heim til mín snemma á árshátíðarkvöldinu.. jey!
Meira að segja verður mar barnlaus því snúðurinn minn er að fara í vatnaskóg með kirkjunni sinni yfir nótt.. ekki svona hissa maja sæta:) Þó mamman trúi ekki alveg á það sama og þið hin þá ákvað gaurinn minn að gera það.
Útlitið er semsagt rosa gott og allt á eftir að ganga upp nema flugumferð sem ferjar stórann part af hópnum komi til með að klikka á okkur. Hæpið...
Hlakka til að sjá ykkur allar í sama rými og á sama tíma, gerist alltof sjaldan!

Vísindaferðin mikla!

Sælar yndisfríðar.
Mér fannst bara rétt að láta ykkur vita að vísindaferðin sem átti hugsanlega kannski að verða verður núna um helgina, föstudaginn 11.mars svo ég kemst með í allt prógrammið 18.mars!! Vona að þið getið andað léttar núna :P

KVENNA- OG V-DAGUR

Gleðilegan kvenna og V dag kæru HÁS systur mínar nær og fjær!
Við hérna KaosPilot stelpur á Mejlgötunni í Árósum erum í svaka baráttugír og í kvöld verður stelpupartý niðrí sal.
Það er bara mikið að gera í skólanum þangað til ég kem heim. Verð búin að skjóta rótum hérna í einn stólinn næstu daga, því það lítur allt út fyrir að ég verði hérna frá morgni til kvölds.

En um helgina tek ég mér nú samt smá pásu því þá ætlar súperskvísan hún Sara að koma uppeftir til Árósa. Planið er bara að taka því rólega; sleikja ralla og tala þangað til að við fáum harðsperrur í kjálkann. Svo er líka nýjasti þátturinn af Idolinu á leiðinni yfir hafið og hljómar það gott plan að kúrast yfir því. Er það ekki Serah?

Sunday, March 06, 2005

HAS-ARSHATIÐ

Jæja elskurnar mínar, þá er ég búin að sitja sveitt í dag við undirbúning árshátíðarinnar (þegar ég átti að verða að læra að vísu hahahah)

Þema dagsins er bókstafurinn G! Og þá leggjum við mesta áherslu á hluti eins og td: GULL, GLOSS, GLIMMER, GLAMÚR OG G-STRENG. Svo megið þið auðvitað láta hugann reika en við leggjum áherslu á G! (græn graftarbóla er þess vegna málið ef þið kjósið að hafa það þannig ahhahah)

Þið eigið að mæta föstudaginn 18.mars kl.16.00 stundvíslega uppí Hallgrímskirkjuturni. Eina sem þið eigið að koma með með ykkur eru sundföt og meððþví.

Dagskráin skiptist uppí tvo hluta. Dagsprógram frá 16.00 til 18.30 og þá er tími til að fara heim og hafa sig til fyrir kvöldið. Svo byrjum við aftur kl.21.00. Þannig að það eru þarna 2 og hálfur tími sem við höfum. Ég mæli með því að vera búin að ákveða í hverju þið ætlið og hvernig þið komið ykkur til og frá Hallgrímskirkju, og aftur niður í bæ. Ég sé um að vera á bíl í dagsprógraminu, svona svo við séum saman þá:)

Vona að þetta sé nokkuð skýrt:) Svo geta alveg tímasetningar breyst, en við skulum miða við þetta.

11 dagar í að dönsku skvísurnar koma á klakann

Það er niðurtalning hjá minni eins og svo oft áður þegar ég er á leiðinni heim. Mér finnst ég einmitt ekki vera búin að fá að njóta ykkar nóg þegar ég hef verið heima þannig að nú er ég rosa fegin að það er verið að plana eitthvað skvísutengt.

Ég skil ekki að við höfum ekki verið búnar að stofna svona blogg fyrir löngu síðan eins og hverjum sönnum stelpuklúbb sæmir.

Hlakka til að lesa um ævintýri ykkar og hlakka enn meira til að sjá ykkur og knúsa.

Árshátíð HÁS

Sælar skötur (elskur á dönsku). Hvernig var með árshátíðina 18.mars? Var einhver "skemmtinefnd"? Maj og Dill, voruð þið ekki komnar með rosa plön? Það væri nú gaman ef þið gætuð púslað saman dagskrá og sett hana hér á þessa fínu bloggsíðu okkar. Hlakka til að heyra frá ykkur skonsur.

Laura Ingalls

.... er mætt á staðinn :-) eða kannski Nelly hí hí. Jamm mér líst súper vel á þetta hjá okkur. Þetta er brill sérstaklega þar sem að tvær af gellunum eru erlendis. Hlakka til að sjá skemmtilegar bloggfærslur og jamm Tin... sérstaklega frá þér :-)
Vei vei
við erum komnar með HÁS blogg!! Við verðum að vera aktívari hérna en í aktivities!!! hahahha
Og svo leiðir bara eitt af öðru, það er ég viss um.
Ok mí signuð inn. Loksins... eftir 3 tilraunir.
Ekki sjóaður bloggari hér.

Smá tilraun